Translations:Angel of the Agony/4/is

From TSL Encyclopedia

Á stund þjáningar þeirra sem hverfa frá lífinu og ganga í gegnum umskiptin, sem bera eigið karma og karma heimsins, bið ég ykkur um að kalla á að beðið sé fyrir öllum sem eru á sjúkrabeðjum og verða að taka á móti englum himinsins og Karmadrottnunum. Kallið á að við gætum veitt þessum blessuðu [sálum] hvatningu með sýn á ljósvakamusterin og ljósvakaborgir og ljósvakaathvörf til að hvetja þá með sýn á komandi líf og með gleði og skilningi einhvers staðar í sálinni að þessi þjáning kemur einnig jafnvægi á lífið og gefur öðrum tækifæri til að lifa og fá tækifæri til að lifa. Ég bið ykkur að kalla líka til englaskara okkar til huggunar fyrir þá sem standa við krossinn og sjá á bak ástvinum því við hugsum líka um þá sem þjást með þeim sem standa í miðri þolraun vígslunnar.[1]

  1. Angel of the Agony, "The Hour of Love's Reunion," Pearls of Wisdom, 44. bindi, nr. 40, október 2001.