Translations:Archangel Raphael/25/is
Ástkærir vinir, er ekki eins gott að búa sig undir hina brýnu þörf með því að byggja upp ljósið í líkamsmusterinu og með því að jafna karma meðan þið eruð vinnufær? Þetta er hin sanna merking þess að „vinna meðan þið hafið ljósið“,[1] eins og Jesús sagði lærisveinum sínum. Merkingin er: jafnið karma ykkar meðan þið hafið styrk ljóssins í veru ykkar til að inna af hendi þá þjónustu, þetta helgistarf og hið helga bænahald og staðfestingar sem geta umbreytt karmajöfnunni.[2]