Translations:El Morya/15/is

From TSL Encyclopedia

Í fyrirlestri sem haldinn var 16. apríl 1976 lýsti El Morya reynslu sinni af nokkrum hinna fyrstu endurfæðinga sálar sinnar, ef til vill á Merkúr, sem undirbjó hann fyrir holdtekju hans sem Melkjör:

„Guð má vita þann óratíma sem ég var chela-lærisveinn vilja Guðs áður en ég vissi jafnvel merkingu orðsins chela-nemi eða þekkti hugmyndina um Gúrú? En fyrir mér var Guð hið gullna ljós dagrenningarinnar. Og ég skynjaði í fyrstu geislum morgunskímunnar vilja hins kosmíska tilgangs – lífsvilja og skapara handan við sjálfan mig. Og í fjölda æviskeiða var morgunroðinn miðpunktur athugunar minnar á guðdómnum. Í gegnum snertingu við Helíos og Vesta var annað slagið, að mér óvitandi, komið á baug – flæðisbaug yfir boga sem kom til vitundar minnar. Og ég fór að finna fyrir viðbrögðum loga Guðs innra með mér við Guði allra guða í sólinni á bak við sólina.”

„Athugunin á þessari samstillingu við lífið hélt áfram nokkur fleiri æviskeið uns ég gat ekki einu sinni hafið dag í lífi mínu án þessa sambands og þessa orkuflæðis – rennsli hugmynda inn í vitund mína með skilning á því starfi sem ég ætti að vinna, í bókstaflegri merkingu. Næstum eins og ég yrði var við það í undirvitund minni að ég færðist inn og út úr sólinni sem væri tengiliðurinn minn. Og svo varð það eftir því sem trúrækni mín jókst og styrkur orkunnar óx innra með orkustöðvum mínum, að ég komst eftir síðari æviskeið í samband við kennara – kennara í hinum fornu vísindum stjörnuspekinnar. Það voru vísindakannanir á himintunglum og áhrifum þeirra á þróunina í tíma og rúmi. Og kennarinn gaf mér innsýn í kraftinn og sambandið sem ég hafði náð við kjarna sköpunarinnar. Og svo var það með vilja, ekki þó mínum heldur þeim sem ég gerði að mínum eigin, að samband við lífið var komið á sem óx og dafnaði. Og ljós Helíos og Vesta sem ljómaði í hjarta mínu varð segull – sem magnaði leit mína að Guði með vísindalegum aðferðum.”

„Ég hef því alltaf fetað braut vísindanna, hvort sem það var á Merkúr eða á jörðinni eða öðrum plánetuheimkynnum þessa kerfis og annarra heimskerfa. Drottinn Guð hefur leyft mér að skilja lögmál himinhnattanna og jarðarinnar og orkuflæðisins í tíma og rúmi. Og ég hef fundið fyrir sjálfum mér verða eitt með hringrásum efnisins til að ná tökum á þessum hringrásum, næstum því eins og það væri að fara inn að kjarna efnisins og móðurgyðjunnar áður en farið var út fyrir efnið og móðurgyðjuna. Þar sem ég óx innan frá – frá sólinni innan jarðarinnar og sólinni á bak við sólina – nam ég vegi Guðs og lögmál Guðs með innri rúmfræði sameindarinnar, frumeindarinnar, alheimsins. Og verðleikamat mitt á því sem ég kallaði ekki í fyrstu Guð kom látlaust í gegnum vitundina, hina undursamlegu vitund um þetta fyrirbæri – þetta fyrirbæri sem er lífið, þetta fyrirbæri sem er orka, þetta fyrirbæri sem er samstilling, þetta fyrirbæri sem ég lít nú á sem vilja Guðs.”