Translations:English language/7/is
Elsku hjartans vinir, íbúar þessarar þjóðar hefur blessun og vernd meistarans. Þess vegna gerum við það kunnugt að til að samþætta Orðið og taka við nýja tímanum og alþjóðlegri einingu þjóða og fólks er það sannarlega nauðsynlegt að enska sé kennd á lægri skólastigunum fyrir hina allra minnstu um allan heim. Fyrir þessu verðið þið að biðja, kæru vinir, því hvernig geta þeir valið sér andlega leið og meistara þegar tungumál og rit og allar ívilnanir og vígslur eru á tungumáli sem er þeim framandi? Hvort sem það er til viðskipta eða menntunar eða lista eða bræðralags, þá eru margar ástæður fyrir því að þetta tungumál, sem er svo ríkt af samsetningum úr mörgum öðrum tungumálum, ætti að vera almennt þekkt á meðal allra skólabarna um alla jörð.[1]
- ↑ Gautama Buddha, “The Teaching Is for the Many” („Kenningarnar eru fyrir fjöldann“), Pearls of Wisdom, 29. bindi, nr. 21, 25. maí 1986.