Translations:El Morya/15/is
Í fyrirlestri sem haldinn var 16. apríl 1976 lýsti El Morya reynslu sinni af nokkrum hinna fyrstu endurfæðinga sálar sinnar, ef til vill á Merkúr, sem undirbjó hann fyrir holdtekju hans sem Melkjör: „Guð má vita þann óratíma sem ég var chela-lærisveinn vilja Guðs áður en ég vissi jafnvel merkingu orðsins chela-nemi eða þekkti hugmyndina um Gúrú? En fyrir mér var Guð hið gullna ljós dagrenningarinnar. Og ég skynjaði í fyrstu geislum morgunskímunnar vilja hins kosmíska tilgangs – lífsvilja og skapara handan við sjálfan mig. Og í fjölda æviskeiða var morgunroðinn miðpunktur athugunar minnar á guðdómnum. Í gegnum snertingu við Helíos og Vesta var annað slagið, að mér óvitandi, komið á baug – flæðisbaug yfir boga sem kom til vitundar minnar. Og ég fór að finna fyrir viðbrögðum loga Guðs innra með mér við Guði allra guða í sólinni á bak við sólina."