Hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi

From TSL Encyclopedia
Revision as of 23:33, 27 August 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Hinn mikli guðdómlegi stjórnandi

Hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi er kosmísk vera. Hann segir: "Ég er þekktur sem hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi vegna þess að ég hef sameinað vitund mína við kosmískar hringrásir guðdómlegrar ráðagerðar Guðs fyrir ósagða ljósalheima." Orsakalíkaminn hans er risastórt hvel sem umlykur alla plánetuna. Innan þess hvels eru vefgrindur og aflsvið sem uppkvaðning dóma fara í gegnum.

Hann stóðst fyrir löngu þessar vígslur sem settu hann á kosmískt þjónustustig og gerðu hann hæfan til að verða manú ("ættfaðir") sjöunda rótarkynþáttarins. Manú rótarkynþáttar er löggjafinn sem setur fram guðdómlega áætlun fyrir heilt þróunartímabil. Manúinn felur í sér frumgerð (erkitýpu) fyrir heila lífsbylgju sálna sem munu holdgerast á jörðinni á ákveðnu tímabili – hina guðlegu mynd og líkingu sem þær eru gerðar úr og forsniðið að örlögum þeirra. Sjöunda rótarkynþættinum er ætlað að endurfæðast fyrst í Suður-Ameríku undir stjórn hins Mikla guðdómlega stjórnanda.

Þjónusta hans frá fyrri tíð

Áður en Atlantis sökk í sæ, meðan Nói var enn að smíða örkina sína og varaði fólkið við því að flóðið mikla væri í aðsigi, kallaði hinn Mikli guðdómlegi stjórnandii Saint Germain og nokkra trúfasta presta til að flytja frelsislogann frá Hreinsunarhofinu á öruggan stað við rætur Karpatafjalla í Transylvaníu. Hér héldu þeir uppi helgisiðum til að örva frelsiseldana, jafnvel á meðan mannkynið var að afplána karmasyndir sínar samkvæmt guðlegum tilskipunum.

Á síðari æviskeiðum sínum enduruppgötvuðu Saint Germain og fylgjendur hans, undir leiðsögn hins Mikla guðdómlega stjórnanda, logann og héldu áfram að gæta helgidómsins. Seinna stofnaði hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi, með aðstoð lærisveins síns, athvarf þar sem eldurinn var staðsettur og reisti Rakoczy-óðalsetrið, konungssetur Ungverjalands. Vegna tengsla sinna við Rakoczy-óðalsetrið, ber hinn mikli guðdómlegi stjórnandi nafnbótina Meistarinn R — „R“ sem táknar Rakoczy.

Þjónusta hans nú á dögum

El Morya segir okkur að hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi hafi verið bakhjarl Evrópu í þúsundir ára. Hann er kennari Saint Germains og margra annarra meistara, þar á meðal meistari Jesú og El Morya.

Hinn mikli guðdómlegi stjórnandi er félagi í Darjeelingráðinu og einnig aðili í Karmíska ráðinu, þjónar þessum stofnunum á fyrsta geisla heilags vilja Guðs. Hann skipar einnig tólftu línu innan sólarstigveldanna tólf fyrir hönd þróunar þessa sólkerfis og þjónar stigveldi steingeitarinnar með því að aðstoða mannkynið við að sigrast á mennskum sköpum sínum.

Ákall um aðstoð hans

Hann er oft sýndur með stóru bláu belti, skrýddu töfrandi bláum gimsteinum, með töfrandi ljósgeislum sem streyma frá hjarta hans, hálsi og höfði. Þessir ljósgeislar eru mjög öflugir. Þegar þú ferð með möntrufyrirmæli til hins Mikla guðdómlega stjórnanda geturðu tengst þessum ljósgeisla og vernd hans. Hann mun gyrða þig bláa beltinu sínu á ljósvakasviðinu til að vernda orkustöðvar þínar og hjálpa þér við að sinna guðdómlegri fyrirætlun þinni.

Hinn mikli Guðdómlegi stjórnandi sér um notkun ljóssskífunnar sem beinist að þyrlandi virkni fjólubláa logans. Þegar eldskífan snýst réttsælis á ljóshraða dregur hún til sín inn í miðjuna hið mishæfða efni í rafræna beltinu og í fjórum lægri líkömunum. Þú getur séð fyrir þér þessa ljósskífu sem risastóra rafmagnsslípuvél sem gefur frá sér ljósneista þegar hún þyrlast og skapar hringiðu sem dregur til sín allt efni sem þarfnast umbreytingar.

Guðleg leiðsögn er vitundarástand í Guði. Það er fullkomin vitund um fyrirætlun hans fyrir allt líf. Að endingu inniheldur þessi vitund í sjálfri sér ekki aðeins stefnuna heldur rökrétta niðurstöðu hennar í aðgerðauppfyllingu. Fyrir löngu, áður en sálir okkar áttuðu sig á guðlegri ímynd sinni, skynjaði vígsluþegi sólardrottna þörf lífsbylgna hér að neðan fyrir því að þekkja fyrirætlunina og halda áfram með óskeikulum leiðbeiningum frá Pólstjörnu verundarinnar til að uppfylla frumdrætti ráðagerðarinnar, eftir því sem hugsunin mótaðist, eftir því sem hvati og vilji safnaði í sig kröftum til lúkningar, sem efnis-birting, líkamleg uppfylling, að ljúka hringrásinni. Nafn hans varð líka aukaatriði miðað við logann sem hann dýrkaði.

Og svo, hinn nafnlausi sem tilbað Guð sem lögmál óskeikullar leiðbeiningar, varð þekktur sem hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi, vegna þess að fyrir tilbeiðslu sína varð hann hinn dáði og síðan hinn aðdáunarverði. Og svo varð staðan hans í hinu kosmíska helgiveldi, sem hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi, að Guðs-sjálfsmynd hans.

Hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi hefur feðrað röð af Viskuperlum, sem kallast „Hin vélræna hugmynd,“[1] til að hjálpa okkur að skilja áskoranir frammi fyrir Armageddon (ragnarökum). „Rakoczy mars“ eftir Franz Liszt fékk innblástur frá orsakalíkama hans.

Ganesha og hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi

Aðalgrein: Ganesh

Guðdómsstjórinn mikli er kosmísk vera merkt af hinum mikla orsakalíkama, þar sem hann andar minninguna, teikninguna, huga Guðs fyrir alla þróun þessa útöndunar guðdómsins. . Í orðalagi og skilningi uppstigninga meistaranna tölum við um hinn mikla guðdómlega stjórnanda. Í hindúisma tala þeir um Ganesha. Þegar þú hugleiðir báða titringinn finnurðu að þeir eru eins og tveir hlutar af heild.

Hugleiðsla um Ganesha leiðir þig að þessu óendanlega forðabúri teikningarinnar um huga Guðs. Þegar þú hefur samband við þá teikningu, hefurðu haft samband við kjarnaspíral orkunnar sem verður að losa úr kjarna atóms þíns eigin ÉG ER nærvera til að þú getir hafið hvaða verkefni sem þú ert að byrja í þjónustu Guðs. Þú getur náð sömu snertingu í gegnum uppstigna meistarann, hinn mikla guðdómlega stjórnanda, sem sjálfur, eins og þú gætir sagt, verður Ganesha, verður þessi hugur, þessi kosmíska tölva.

Athvörf

Aðalgrein: Rakoczy herragarðurinn

Aðalgrein: Ljóshellirinn

The Great Divine Director heldur áfram að halda í Rakoczy Mansion í Transylvaníu áherslu á frelsi fyrir Austur- og Vestur-Evrópu. Aðhvarfið var einu sinni líkamlegt en er nú á etheríska sviðinu.

Auk Rakoczy-óðalsetursins hefur hann jarðtengingu i ljóshellinum á Indlandi þar sem hann notar mátt sinn til að hreinsa fjóra lægri líkama háþróaðra vígsluþega af eftirstandandi karma og gefa þeim hreinsuð starfstæki til að veita kosmíska þjónustu í efnisforminu fyrir uppstigningu þeirra.

Sjá einnig

Great Divine Director novena

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “hinn Guðdómlegi mikli stjórnandi”.

Elizabeth Clare Prophet, „Ganesha og hinn Guðdómlegi mikli stjórnandi,“ 14. apríl, 1979.

  1. einnig fáanleg sem Mark L. Prophet, The Soulless One: Cloning a Counterfeit Creation.