Tómas More

From TSL Encyclopedia
Revision as of 09:46, 11 April 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "Henry VIII, Hans Holbein yngri (1537)")
Other languages:

Sir Thomas More (1478–1535), dýrlingur, stjórnmálamaður, fræðimaður og rithöfundur var ein af holdtekjum El Morya sem hafði verið Thomas Becket í fyrra lífi. Hann starfaði sem kanslari Englands undir stjórn Hinriks VIII konungs, hins endurfædda Hinriks II. Enn og aftur fengu þeir val um að þjóna vilja Guðs eða vilja mannsins.

caption
Sir Thomas More eftir Hans Holbein yngri (1527)

More gegndi skyldum sínum skynsamlega og vel en var hálshöggvinn vegna þess að honum tókst ekki að styðja konunginn í brotthvarfi hans frá lögum kirkjunnar um hjónaband hans og Ann Boleyn.

Fyrri líf

Herra Tómas More, virtur í nútímanum fyrir fjölhæfni sína, fæddist árið 1478 í hjarta Lundúna. Faðir hans, mikilhæfur lögfræðingur og dómari, sá til þess að hann fékk framúrskarandi menntun. Átján ára yfirgaf hann háskólabæinn Oxford með yfirgripsmikla þekkingu á klassíkinni og helgaði sig lögfræðinámi.

Tómas var þegar á unga aldri náinn vinur hins virta hollenska hugvísindamanns (húmanista) Erasmusar og naut vaxandi hylli Hinriks konungs VIII sem réð hann til að sinna erindagjörðum erlendis. Tómas gat sér einnig góðan orðstírs fyrir bókmenntaástundun sína. Hann var fyrstur þarlendra höfunda sem var lofaður fyrir enskan prósa, óbundið mál, fyrir verk sitt Ævi Ríkharðs III (Life of Richard III), nákvæmt sagnfræðirit sem Shakespeare fylgdi eftir með því að fylla upp í smáatriðin.

 
Tómas More og fjölskyda hans eftir Rowland Lockley (1592)

Djúp hollusta More við Guð olli því að hann hugleiddi á tímabili að gefa sig að trúmálum sem kom fram í óvenjulegum meinlætalifnaði í rúm fjögur ár til að temja sér meiri sjálfsaga. Hann ákvað hins vegar að giftast og kona hans og fjögur börn reyndust vera honum hinn mesti gleðigjafi og einasta huggun hans á erfiðleikatímum. Hið ágæta bú fjölskyldunnar í borgarhlutanum Chelsea í Lundúnum hýsti alla fjölskyldu Tómasar þar á meðal ellefu barnabörn. Í gegnum árin varð „litla sæluríkis-útópían“ hans, eins og hann kallaði þetta framtak sitt oft, menningarog fræðasetur sem Erasmus líkti við „akademíu Platóns“. Hinir lærðustu menn samtímans heimsóttu hið velviljaða heimili hans, jafnvel konungurinn sjálfur, til ráðagerða og uppörvunar. Í Chelsea skrifað More hið fræga verk sitt Fyrirmyndaríkið Útópía sem var hnyttin útlistun á yfirborðslegu líferni Englendinga og ófullkomleika enskra laga.

Árið 1529 skipaði Hinrik VIII Tómas lávarð og kanslara Englands. Um hann skrifaði Erasmus: „Enginn maður gefur betri ráð um alvarleg málefni en ef konungur óskar að létta sér lund, fær hann hvergi annars staðar jafn fjörlegar samræður. Oft eru mál margflókin og rista djúpt sem þarfnast málefnalegra og skynsamlegra úrlausna. More leysir þau þannig að komið er til móts við báða málsaðila.”

More leysir þau þannig að komið er til móts við báða málsaðila. Þrátt fyrir miklar vegsemdir og velgengni sóttist More ekki eftir neinum vegtyllum. Hann var áfram opinn og móttækilegur fyrir þörfum almúgans sem hann viðhélt með því að ganga daglega um bakgötur Lundúna til að kynna sér líf fátæklinga. Og jafnvel sem lávarður og kanslari hafði hann það til siðs að ganga daglega inn í dómsalina í Westminster Hall þar sem faðir hans starfaði, krjúpa fyrir honum og biðja hann blessunar.

 
Henry VIII, Hans Holbein yngri (1537)

Conflict with the king

Herra Tómas helgaði sig skyldum sínum af miklu kappi þar til Hinrik, sem þráði að eignast karlkyns erfingja að krúnunni, hugðist hafa hjónaband sitt með Katrínu af Aragoníu að engu og lýsti yfir fyrirætlun sinni um að giftast Önnu af Boleyn. Þar sem skilnaðurinn var án samþykkis páfa og beinlínis í andstöðu við lög kirkjunnar, neitaði More að styðja ákvörðun konungs. Hann sagði upp embætti sínu og hélt sig til hlés í bústað sínum í Chelsea. Þar sem hann hafði miklar áhyggjur af uppreisn Lúthers og villutrúnaðinum sem hann boðaði, hóf hann að nýju ritstörf til varnar kaþólskri trú.

Vinasnauður og embættislaus bjó More og fjölskylda hans við sára fátækt. Eftir stóð að hann hafði móðgað Hinrik vegna hinnar opinberu vanþóknunar kanslarans á honum. Konungur leitaðist því við að vanvirða More og endurheimta þannig konunglega æru sína. Þegar Herra Tómas hafnaði því afdráttarlaust að sverja eið að samþykki sínu fyrir yfirráðum Hinriks sem æðsta yfirmanni hinnar nýju ensku kirkju var hann fangelsaður í hinu skelfilega Tower of London. Þrátt fyrir áreitni lögfræðinga konungsins, neitaði More staðfastlega að slaka á afstöðu kirkjunnar[1]. Hins vegar forðaðist hann með stjórnkænsku sinni að koma með beinar ásakanir gegn konunginum.[2] vitnisburður um syndugt ranglæti konungs.

Að lokum hvatti Hinrik öfundsjúka óvini Tómasar til að ljúga gegn honum í eigin dómstól kanslarans í Westminster. Ákærður og dæmdur fyrir landráð var Tómas More hálshöggvinn í Tower Hill árið 1535. Hann kraup fyrir böðlinum og sagði: „Ég dey sem trygglyndur þegn konungs en Guð kemur fyrst.“

Legacy

Herra Tómas More var tekinn í dýrlingatölu árið 1935.

More’s most famous work, Utopia, is an attempt to depict an ideal society, one in which men live in harmony under the holy will of the Most High God.

Kvikmyndin byggð á leikriti Roberts Bolt, Maður fjölhæfninnar (A Man For All Seasons), er ævisaga Herra Tómasar More.

An ironic footnote to this episode is that in 1538 Henry VIII had the shrine of Saint Thomas Becket broken to pieces. After so many centuries he had never forgiven Becket. Henry ordered Becket’s name erased from the prayer books and prohibited any images of Becket in England.

Heimildir

El Morya, Chela-neminn og vegurinn: Leiðarlyklar að sálarstjórn á vatnsberaöld.

Elizabeth Clare Prophet, February 17, 1990.

  1. varðandi hjúskaparbrot konungs
  2. Þess vegna var ekki hægt að kæra hann fyrir lögbrot og taka af lífi. En andstaða hans gegn ráðabruggi konungsins var þögull