Translations:Mary, the mother of Jesus/16/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 12:03, 7 May 2024 by Hbraga (talk | contribs)

Í þúsundir ára áður en María endurfæddist á jörðinni hafði hún hafði magnað í verund sinni krafta fimmta geislans og fullnumið sig í að hafa hina fullkomnu ímynd hugfasta sem markaði frumdrögin fyrir vitund Krists og kalla fram sérstakan kraft sem var svaraði kröfum tímans – hvort sem blóm, musteri, logi, listaverk eða heil siðmenning átti í hlut. Hvað sem á að kalla fram þá verður að vera til staðar einn lífsstraumur (einstaklingur) sem helgar sér birtingu þess, sem sér fyrir sér þætti þess og í gegnum vitund hans streymir orkugefandi kraftur heilags anda til þess að gefa hinni nýju birtingu form og líf. Þetta er virkni fulltrúa hins kvenlega geisla að birta móðurhyggju guðdómsins. María gegndi því hlutverki fyrir Jesú og þess vegna kom hreinleikin, krafturinn og kærleikurinn í gegnum vitund hennar sem gerði honum kleift að uppfylla hlutverk sitt.