Gæfa
Gæfa (Fortuna), Gyðja hagsældarinnar, töfrar fram auðlegð úr uppsöfnuðum gnægtarsjóði sínum, sem öflugur grænn og gylltur ljómi stafar af, þeim til handa sem ákalla hana og kalla fram loga hennar. Þegar hún lifði á jörðu var ævilöng þrá hennar að sjá mannkynið njóta dýrðar gullaldanna, hið sanna andlega gull sem myndi færa mönnunum flæði efnislegs gulls og alla velgengni.
„Heppna hefðarfrúin“ („Lady Luck“) frá falska helgivaldinu stendur í svikráðum við Gæfu. Á meðal uppstignu meistaranna er hún einnig þekkt í líki karlmanns undir nafninu Örlagavaldur (Fate) eða Kismet. Hin falska gyðja er hverflynd, glitrandi eins og glópagull. Hana er jafnan að finna í spilavítum og var mjög virk í hlutabréfamarkaðshruninu 1929. Hún vinnur með sjálfsvígspúkanum til að skapa örvæntingu á meðal fólks þegar það hefur tapað öllu því sem það hefur öðlast í krafti Heppnu hefðarfrúarinnar.
Hin raunverulega Gæfu-gyðja, er geislandi eins og sólin. Þessi kosmíska vera kennir að gnægð sé aldrei undir tilviljun komin, heldur birtingarmynd hins óskeikula lögmáls samhljómsins. Útfelling með framköllun (precipitation) eru vísindi sem byggja á hinu óbreytanlegu lögmáli: „það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera“ — það sem maður sáir samlyndi, uppsker hann gnægð. Hún kennir speki Krists sem sagði: „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.“[1]
Hersveitir engla undir skipan hennar þjóna á fimmta geislanum. Árur þeirra eru ljómandi grænar. Gæfa klæðist gylltum skikkjum og ber gullsprota með stórum grænum smaragði. Hár hennar er sláandi gyllt, allt í krullum og ljómandi bláeygð. Ára hennar er hvelfd, miðjan er gyllt og jaðarinn smaragðsljómi.
Gæfa hefur sagt:
Gersemin mín, gnægð fellur þeim í skaut sem eru með gullhjarta. Og gullna hjartað er hjarta kærleikans fyrir allt líf. Þegar mannkynið elskar lífið, þá gýs gnægtarbrunnur lífsins sem uppspretta lífsins, hið eilífa líf, smaragðgræni litblærinn sem baðar jörðina fegurð, lífi og ljósi og kærleika. ...
Áhersla hagsældarinnar byggir á vísindum, blessunirnar mínar, vísindum eins og allur alheimurinn. Ef þið mynduð eignast auðlegð, ákveðið þá fyrst hvert markmið eða tilgangur með þessari velsæld yrði í lífi ykkar. Hverju myndi það koma til leiðar Guði til dýrðar? Í hvaða tilgangi heitið þið að verja fórnunum sem englasveitirnar færa ykkur? Hafið þið gefið líf ykkar Kristi, til lækninga alls mannkyns, til að reisa við lífið í náttúrunni? Ef þið hafið ekki gert það, þá skuluð þið ekki furða ykkur á því að gnægtarflæðið komi ekki til ykkar á gullfati. Því að allt líf svarar kalli sonar Guðs sem hefur risið upp og sagt: "Ég stend mína stöðu til að gera vilja Guðs og í kærleika uppfylla tilskipun sköpunarinnar fyrir náunga minn."[2]
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Fortuna, Goddess of Supply.”