Hlustandi náðarengill

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Angel of Listening Grace and the translation is 100% complete.
Other languages:

Hlustandi náðarengill er einn af englasveitum sem þjóna þörfum mannkyns á líðandi stundu.

ÉG ER hlustandi náðarengill, uppljóstrandi nærvera, andi Guðs sem dregst til mannkynsins á sigurstundu. Ég er einn af mörgum sem hafa verið sendir í logandi nærveru kærleikslögmálsins til að þjóna þörfum mannkyns á þeirri stundu þegar mannkynið leitast við að þekkja sannleikann, hvers vegna við erum hérna, markmið lífsins. ...

Við komum í logandi nærveru og anda þess sem dregst í innsta eðli sínu að þrígreinda loganum og sálum mannkyns. Við erum englar heilags anda, englar ÉG ER-nærverunnar, englar sjálfs kjarna lífsins. Við komum í óteljandi aragrúa því mikil er þörfin. Mikil er þrá Guðs að ýta við veru og sál mannkyns inn í mót innri veruleika. Og því hvetjum við og svo tölum við í innra eyra hvatningarorð, vonarorð, hvetjandi sálina til að sækjast eftir því sem er verðugt. ...

Við erum englar hins helga elds. Við þekkjum hugsanirnar, tilfinningarnar, vitundarstigin nánast endalaus í endanleika sínum. Við sjáum hvernig lög ofan á lög ofan á lög af verund mannsins verða að vera skilgreind og flett ofan af myrku lögunum með eldi. Aðeins eldur Guðs getur leyst úr kröggum aldarinnar! Aðeins eldur Guðs getur smogið sem nálargeisli inn í jörðina og vitund mannkyns og upprætt afl spellvirkjanna sem eru skemmdu eplin í tunnu vitundar mannkyns.

Setjið því von ykkar á hina eilífa nærveru og komist í skilning um að nærveran sú arna hefur fullan mátt innan marka alheimslögmálsins til að greina sig í einstaklinga sem hlustandi náðaenglar, englar guðþjónustu og almennrar þjónustu, englar hersveita alheimsins helgiveldisinn. Þannig að við erum nærveran og hjálpin sem er nærverandi og til staðar. Og sem logandi eldandar getum við verið hreinsendur rafskauta og alnets vitundarinnar. Við getum smogið í gegnum þykkildi vitundarinnar og safnað saman sameindunum til að inna af hendi hið fullkomna verk við að samstilla verund ykkar! Við getum safnað saman orku rafeindarinnar! Við getum safnað saman orku frumunnar til að gera ykkur heil![1]

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, Talað við engla, Hverning leita má til ljósengla til leiðsagnar, huggunar & lækninga (Bræðralagsútgáfan, 2022).

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Hlustandi náðarengill.”

  1. Angel of Listening Grace, "In the Hour of Overcoming," Pearls of Wisdom, 19. bindi, nr. 47, 21. nóvember 1976.