Fallinn engill

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Fallen angel and the translation is 100% complete.
Other languages:
caption
Mikael varpar föllnu englunum úr himninum, teiknuð mynd af "Paradísarmissi" eftir Milton, eftir Gustave Doré
Hluti af greinasafni um
Hið falska helgivald



   Megingreinar   
Falska helgivaldið
Fallnir englar
Andkristur



   Einstakir fallnir englar   
Belsebúb
Varmenni
Lúsífer
Samael
Satan
Höggormurinn
—————
Peshú Alga



   Flokkur fallinna engla   
Nefilím (Risarnir)
Verðirnir
Lúsíferar
Höggormar
Djöfladýrkendur
Djöflar
Synir Varmennis



   Greinar af hinu falska bræðralagi   
Illúmínati
Hið indverska svartbræðralag
Bræðralag hins svarta hrafns
Falskir gúrúar
 

Fallnir englar eru þeir sem fylgdu Lúsífer í uppreisninni miklu og "féll" vitundarstig þeirra því niður á lægra orkutíðni- og skynsvið þar sem þeim var samkvæmt lögmálinu „varpað niður á jörðina“[1] fyrir atbeina Mikaels erkiengils – þvingaðir af karma óhlýðni sinnar við Guð og Krist hans og guðlast þeirra á börnum hans til að taka á sig og þróast í gegnum þéttan efnislíkama.

Englar og hinn frjálsi vilji

Frjáls vilji engla er frjáls vilji Guðs. Englar þurfa að uppfylla vilja Guðs því ólíkt manninum er þeim ekki gefið frelsi til að gera ráðskast með orku Guðs. Þó að englar geri mistök sem hafa afleiðingar í för með ser gagnstætt vilja Guðs, geta þeir síðar leiðrétt mistök sín og samhæft orkuna sem þeir hafa misnotað við vilja Guðs.

Uppreisn engla gegn vilja Guðs er annars konar en beiting frjálss vilja mannsins sem skapar karma. Frjáls vilji skiptir reginmáli til að víkka Guðs-vitund mannsins innan ramma hins mikla lögmáls. Manninum er gefið frelsi til að gera tilraunir með frjálsan vilja sinn því hann er guð í mótun.

Á hinn bóginn, englar sem sölsa til sín frjálsan vilja Guðs svipta sig háleitri stöðu sinni ef þeir gera uppreisn gegn vilja Guðs sem þeim er falið að framfylgja. Þannig að ef engill kýs að fara á svig við vilja Guðs verður hann bannfærður úr englaríkinu til ríkisins við fótskör (Drottins) og endurholdgast í ríki mannsins.

Maðurinn, sem er gerður litlu lægri en englarnir,[2] er nú þegar bundinn við lægri svið afstæðisins. Svo þegar hann skapar neikvætt karma er hann einfaldlega áfram á sínu eigin stigi á meðan hann jafnar það. En engill, sem gerir uppreisn gegn vilja Guðs, er fjarlægður úr hárri stöðu sinni í fullkominni samsömun við Guð og er vísað til lægri búsetusviða mannsins til að jafna orku Guðs sem hann hefur afmyndað.

Hér ganga þeir um, eins og Pétur sagði, leitandi að þeim, sem þeir geta gleypt,[3] sá fræjum óróleika og uppreisnar Lúsífersinna meðal fólksins í gegnum undirmenningu rokktónlistar og fíkniefna, fjölmiðla og babýlonskrar dýrkunar þeirra á átrúnaðargoðum. Þeir eru þekktir undir mismunandi heitum sem hinir föllnu, lúsífersinnar, varðanna, risanna, á jörðinni,“[4] satanistar, höggormar, synir Varmennis o.s.frv.

Margs konar fallnir englar

Sanat Kumara talar um hópa engla sem fylgdu Lúsifer:

Í uppreisninni miklu gegn Drottni Guði almáttugum og hersveitum himnesks helgivalds hans tældi Lúsifer ótölulegan fjölda englahópa undir forystu flokka hans. Nöfn þeirra eru nefnd í Enoksbók og í öðrum apókrýfubókum og í ritningum austurs og vesturs.

Áberandi eru nöfnin Satan, Beelsebúb, Varmenni, Baal o.s.frv. Eitt slíkt nafn, slægs og slóttugs leiðtoga hóps fallinna, hefur verið með lágstafi í orðasafni hinnar heilögu ritningar og það hefur fengið á sig táknræna frekar en persónulega merkingu. Það er Höggormurinn.

Þar sem hugtakið hinn „mikill dreki“ vísar til samsteypu alls lúsíferísks falsks stigveldis, sem er fylkt gegn Stóra hvíta bræðralaginu, sérhæfa einstakir aðilar þess og yfirstjórnendur sig í ákveðnum aðferðum ofsókna „drekans“ gegn konunni og í stríðinu háð af falska stigveldi Lúsífería gegn öðrum afkomendum konunnar.

Þar sem Satan er þekktur sem hinn upphaflegi manndrápari sem myrti ljósberana til að koma í veg fyrir guðdómlegu ráðagerð Guðs á jörðinni er höggormurinn, sem einnig er „kallaður djöfullinn og Satan,“ erkióvinurinn, hinn upphaflegi lygari og faðir lyginnar. þar sem blekkingarlífspeki, byggð á ótta og efa, er aðferð hans í hernaði hans gegn hinum sönnu Kristum og hinum sönnu spámönnum.

Höggormurinn er hinn vondi, sem ásamt sæði Satans er sáð sem illgresi meðal hins góða hveitis hins Krists-borna sæðis. Það er þetta sæði sem kallast afkomendur naðranna. Naðra („viper“) er úr grísku þýðingunni á eiginnafninu „Höggormur,“ sem ásamt föllnum hópi hans var varpað af himni og íklæddust holdi á jörðu þar sem þeir hafa haldið áfram að endurholdgast frá uppreisninni miklu.<ref. >Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Seventh Seal: Sanat Kumara on the Path of the Ruby Ray, 33. kafli.</ref>

Sjá einnig

Einstakir fallnir englar:

Lúsífer

Satan

Beelsebúb

Varmenni

Höggormurinn

Til frekari upplýsinga

Elizabeth Clare Prophet, Fallen Angels and the Origins of Evil.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Self-Transformation.

  1. Opb. 12:9.
  2. Sálm. 8:5; Hebr. 2:7.
  3. I Pet. 5:8.
  4. 1. Mós. 6:4.