Leynihólf hjartans

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Secret chamber of the heart and the translation is 100% complete.
Other languages:
Leynihólf hjartans

Hinn þrígreindi lífslogi þinn er innsiglaður í átta krónublaða orkustöðinni sem kallast hið leynda eða falda hólf hjarta þíns. Þrígreindur loginn, eða „guðlegi neistinn“, gerir hjarta þitt að eftirmynd af hjarta Guðs. Hann er bókstaflega neisti af helgum eldi frá hjarta Guðs. Þrígreindi loginn er snertiflötur sálar þinnar við æðstu uppsprettu alls lífs. Hann er kostur þinn til að verða fylling alls þess sem þitt sanna sjálf er.

Þrígreindi loginn hefur þrjá „skúfa“ sem fela í sér þrjá helstu eiginleika Guðs. Blái skúfurinn (vinstra megin) býr yfir krafti Guðs. Guli skúfurinn (í miðjunni) býr yfir visku Guðs og rauðguli skúfurinn (hægra megin) býr yfir kærleika Guðs. Með því að fá aðgang að krafti, visku og kærleika guðdómsins sem eru jarðtengd í þrígreindum loga þínum getur þú uppfyllt tilgang tilveru þinnar.

Hinn hvíti eldkjarni sem loginn sprettur fram úr er Guð faðir og guðsmóðir í heild sinni, Alfa og Ómega, sem birta upphaf og endi allra hringrása tilveru þinnar.

Þegar við gefum möntrufyrirmæli hugleiðum við logann í leynihólfi hjartans. Þetta leynihólf er eigið einkahugleiðslurúm þitt, innra virki þitt, eins og Teresa frá Avila orðaði það. Í hindúahefð sér tilbiðjandi fyrir sér gimsteinseyju í hjarta sínu. Þar sér hann sjálfan sig fyrir framan fallegt altari, þar sem hann tilbiður kennara sinn í djúpri hugleiðslu.

Jesús talaði um að ganga inn í leynihólf hjartans þegar hann sagði: „En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.“[1] Að fara inn í herbergi þitt til að biðja er að fara inn í aðra vitundarvídd. Það er að fara inn í hjartað og loka dyrunum að umheiminum.

Í fyrirlestri um þrígreinda logann og leynihólf hjartans segir hinn uppstigni meistari Saint Germain:

Hjarta ykkar er vissulega ómetanleg Guðs gjöf. Innan þess er miðhólf umlukið ljósi og vernd þar sem tími og rúm upphefjast í al-vitundinni. Þetta hólf er ógreinanlegt í efnislegum skilningi og því er ókleift að finna það. Miðhólfið er til staðar samtímis í þriðju og fjórðu vídd og einnig í öðrum víddum sem mannkynið er ókunnugt um. Á þann hátt er hólfið tengimót hins volduga silfurþráðar sem stígur niður frá guðlegri nærveru ykkar til að viðhalda slætti efnishjartans. Það veitir ykkur í senn sjálft lífið, tilgang í tilverunni og samtengingu við alheiminn í [2]

Djwal Kul ræðir um leynihólf hjartans:

Nánar tiltekið hefst vakning sálarinnar til meðvitundar um guðsríkið í leynihólfi hjartans. Ég myndi segja að þetta herbergi er hús Drottins sem Davíð talaði um þegar hann sagði: „Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.“[3]

Davíð þekkti Drottin sinn sem huldumann hjartans, sem bjó í huldu hólfi hjartans. Þegar Davíð sagði: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert skorta,“[4] var hann að tala um gúrú-meistara sinn, sitt eigið Krists-sjálf, hvers lögmál hann hugleiddi nótt sem nýtan dag.

Allan tímann hafa synir og dætur Guðs, sem hafa fengið innvígslu í helgivaldið, fengið viðtöku í helgri áheyrn hjá huldumanni hjartans í huldu hólfi hjartans. Fyrir hindúa og búddhamenn er þetta leynihólf önnur hjartaorkustöðin, átta krónublaða lótusblóm sem er auðkennt innan hinnar tólf krónublaða hjartaorkustöðvar.

Þetta er staðurinn þar sem chela-neminn hefur samband við gúrú-meistarann. Þetta er staðurinn þar sem lögmál alheimsins eru rituð innra neð manninum, lögmálin sem hafa verið gefin í gegnum trúarbrögð heimsins — kennisetningar vedaritanna og Upanishadanna, Avesta, Tao Te Ching, Dhammapada og hinn áttfalda veg Búddha, Tóraninn og boðorðin tíu, Fjallræðuna og Kóraninn.

Því að lögmálið er ritað á innri veggi leynihólfs hjartans. Hér hefur sálmaskáldið yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.[5] Hér sá hann fyrir sér, eins og hliðstæður hans í Austurlöndum, heilan hafsjó guðaveiga, gimsteinaeyjuna, ilmandi blóm, tré sem tákna greinar andlegrar kennslu sem bera ávöxt andans. Hér sér austurlenski tilbiðjandi fyrir sér pallinn og hásætið sem er smíðað úr eldlogandi gimsteinum.

Hér á hásætinu, hulið í lótusloga, er gúrúinn, Krists-sjálfið, sem tekur við sál vígsluhafans. Hér gekk sálmaskáldið einnig. Hér varð hann eins og lífsins tré gróðursett hjá lindum, það ber ávöxt sinn á réttum tíma, orkuflæði hjartastöðvarinnar.[6]

Þetta herbergi er griðastaður hugleiðslu, staðurinn þar sem sálir ljósberanna draga sig í hlé.[7]

Sjá einnig

Chakras

Þrígreindi loginn.

Til frekari upplýsinga

Hartmann Bragason, Austurlenskar rætur kristninnar. Upprunalegar kenningar frumkristninnar og guðfræði nýja tímans. Reykjavík, Bræðralagsútgáfan, 2022, Oeðalisti, bls. 261.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Heimildir

Kuthumi and Djwal Kul, The Human Aura: How to Activate and Energize Your Aura and Chakras.

  1. Matt 6:6.
  2. Elizabeth Clare Prophet, Alkemíumeistarinn, Bræðralagsútgáfan, 2015, bls. 94 [1].
  3. Sálm 23:6.
  4. Sálm. 23:1.
  5. Sálm 1:2.
  6. Sálm 1:3.
  7. Kuthumi and Djwal Kul, The Human Aura: How to Activate and Energize Your Aura and Chakras, 4. kafli.