Kerúbi

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Cherub and the translation is 100% complete.
caption
Nútíma eftirmynd af sáttmálsörkinni með kerúbum sem gæta náðarstólsins

(flt. Kerúbar) aðili í reglu englavera sem hefur helgað sér útvíkkun og verndun kærleikslogans með sverði og dómi rúbíngeislans og heilags anda. Í kristni eru kerúbar álitnir vera á æðsta stigi engla. Kerúbar eru þar af leiðandi fyrstu englarnir sem minnst er á í Gamla testamentinu. Í sköpunarsögunni er sagt frá því að þegar Guð rak Adam og Evu burt úr Paradís hafi hann sett „kerúbana fyrir austan aldingarðsins Eden og loga hins sveipanda sverðs sem snýr á allar hliðar til að gæta vegarins að lífsins tré“ (hlið Krists-vitundarinnar).“[1]

Jafnvel svo fyrirskipaði Drottinn Móse að móta kerúba úr gulli sem brennipunkta þessara sönnu verndarengla náðarstóls sáttmálsarkarinnar.[2] Venju samkvæmt dvaldi Guð á milli kerúba og talaði við Móse úr náðarstólnum – frá altari Ég ER-nærverunnar, en lögmál þess, grafið á steintöflur, var borið í örkina þaðan frá í göngu þeirra í eyðimörkinni.

Á meðal hinna fjölmörgu engla sem þjóna með Samúel og Karitas á þriðja geisla hins guðlega kærleika eru hinir verndandi kerúbar. Orðið kerúb er komið í hebresku annað hvort úr akkadísku orði sem merkir„sá sem biður“ eða „sá sem hefur meðalgöngu“ eða úr assýrsku orði sem merkir „að vera nálægur“. Þar með má segja að kerúbar séu hinir nálægu, þjónar eða gæslumenn. Í rabbínskri hefð eru kerúbar hásætisberar og vagneklar Guðs. Hlutverk þeirra er að gæta heilagleika Guðs.

Kerúbarnir gæta loga sáttmálsarkarinnar milli Guðs og manna með brennipunkt á hinni Miklu meginsól. Þeir gæta vegarins að lífsins trés bæði í hinni Ferningslöguðu borg og vegferðar hvers sonar og dóttur Guðs. „Dag og nótt syngja þær án afláts: Heilagur, heilagur, heilagur, Drottinn Guð, hinn alvaldi, hann sem var og er og kemur.“[3]

Múslímar kenna einnig að kerúbar syngi stöðugt „dýrð sé Allah“ og haldi sér þar sem djöfullinn getur ekki ráðist á þá.

Í Gamla testamentinu segir að kerúbar beri hásæti Guðs í hinu allrahelgasta, hinum innsta helgidómi musterins og því lýst að Drottinn dvelji innan um kerúbana. Þegar Drottinn gaf Móse fyrirmæli um að reisa tjaldbúðirnar skyldi hann koma fyrir kerúbum úr gulli á báðum endum náðarstólsins, sem er heiti á loki sáttmálsarkarinnar.

Drottinn sagði við Móse:

"En kerúbarnir skulu breiða út vængina uppi yfir, svo að þeir hylji lokið með vængjum sínum, og andlit þeirra snúa hvort í mót öðru. Þú skalt setja lokið ofan yfir örkina, og niður í örkina skalt þú leggja sáttmálið, sem ég mun fá þér. Og þar vil ég eiga samfundi við þig og birta þér ofan af arkarlokinu millum beggja kerúbanna, sem standa á sáttmálsörkinni, allt það er ég býð þér að flytja Ísraelsmönnum."[4]

Einn ritskýrandi segir: "Samkvæmt ritum gömlu rabbínanna var nafn annars (kerúbans á náðarsætinu) Réttlæti og hins Náð. Sumir fornir túlkendur segja að venjulega snúi andlit þeirra hálfvegis hvort að öðru, en þegar friður og réttlæti ríkir á meðal fólksins snúi þeir andlitunum hvoru á móti öðru, lúti fram og kyssi hvor annan."[5]

Í musteri Salómons í Jerúsalem voru veggirnir þaktir útskornum kerúbum. Í riti Esekíels er skráð sýn Esekíels af fjórum kerúbum:

"Ég sá, og sjá: Stormvindur kom úr norðri og ský mikið og eldur, sem hnyklaðist saman, og stóð af því bjarmi umhverfis, og út úr honum sást eitthvað sem glóði eins og lýsigull. Út úr honum sáust myndir af fjórum verum. Og þetta var útlit þeirra: Mannsmynd var á þeim."[6]

Davíð lýsir Drottni ríðandi á kerúb, fljúgandi á vængjum vindsins.[7] Esekíel lýsir því að hver kerúbi hafi fjögur andlit, alsett augum, fjóra vængi og klaufir líkt og á kálfum. Þeir þyrlast um á hjólum. Hann sagði: Milli veranna var að sjá sem eldsglæður brynnu. Það var eins og blys færu aftur og fram milli veranna, og bjarma lagði af eldinum og út frá eldinum gengu leiftur.[8]

Kerúbinn gæti verið auðkenndur sem vængjaður karibu, „meðalgangari“ í mesópótamískum textum, sýndur sem sfinx, griffín eða vængjuð mannvera. Í alheiminum er hina vitru og sterku kerúba að finna í margvíslegum þjónustuhlutverkum við Guð og ættir hans.

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, Talað við engla, Hverning leita má til ljósengla til leiðsagnar, huggunar & lækninga (Bræðralagsútgáfan, 2022).

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path.

  1. 1 Mós. 3:24.
  2. 2. Mós. 25:17–22.
  3. Opinb. 4:8.
  4. 2 Mós. 25:20, 21-22.
  5. J. Coert Rylaarsdam: „Exodus“ (ritskýring), The Interpreter’s Bible (Nashville: Abingdon Press, 1980) I, 1024.
  6. Esek. 1:4-5.
  7. II Sam. 22:11.
  8. Esek. 1:13